Óður til sonar míns
Tár þín minna á perlur hafsins
Bros þitt minnir á sólarupprás að sumri
Hlátur þinn minnir á þyt vindsins í grenitrjám
Snerting þín minnir á flauel blómanna
Augu þín glitra líkt og hafið á sólardegi
Þú ert kraftaverk lífsins, fæddur af mér!
Að eiga svona yndislegt barn eru forréttindi
Ég sakna þín, elsku sonur minn.
 
Jóhanna G Þorsteinsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu

Leitin mikla
Uppgjöf
Óður til sonar míns
Fangi
Hugsun
Höfnun
Athöfn
Hafið
Dýrin okkar