Hugsun
Sitjandi ein á tómlegum bar
Með te í bolla og þungar hugsanir
Drukkið fólk í eigin heimi
Kjaftar og telur sig vita allt
Áfengið deyfir tilfinningar og hugsanir
Lætur mann gleyma stund og stað
Bakkus hefur löngum verið hylltur
Og miklar fórnir hefur fólkið fært
Til dýrðar þeim gamla saurlífsseggi
En er ekki betra að sleppa honum?
Og horfast í augu við sársauka heimsins?
Því staðreyndin er að við hverja raun
Þroskast fólk og verður víðsýnni
Sálin styrkist við allt mótlæti
Og hugurinn lærir smátt og smátt
Og skynsemin verður tilfinningum sterkari
Þannig að einn daginn
Stendur maður uppi sterkur
Og hefur lokið við skóla lífsins.
 
Jóhanna G Þorsteinsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu

Leitin mikla
Uppgjöf
Óður til sonar míns
Fangi
Hugsun
Höfnun
Athöfn
Hafið
Dýrin okkar