Höfnun
Einn og aftur, enn á ný
Bíður stoltið hnekki á rifum höfnunarinnar
Enn á ný strandar hjartað á skeri
Festist og brotnar í spón á klettum ástarinnar
Aftur og aftur kemur aldan
Og kaffærir littla stolta hjartað
Það tekur andköf og brýst um
Og hugsar:
“Afhverju ég – hvað gerði ég rangt?”
Því það eina sem það vildi
Var hlýja, ástúð og virðing
Þá lá á þilfari lífsins
Og baðaði sig í sólskini hrifningarinnar
Þegar skyndilega dró fyrir sólu
Og kaldur andvari höfnunarinnar
Smaug inn í merg og bein
Og haf sársaukans þeytti því af stað
Uns það strandaði hér
En þetta er ei i fyrsta skiptið
Sem hjartað lendir í brotsjó lífsins
En samt er það alltaf jafnsárt
Alltaf kemur það hjartanu jafnmikið á óvart
Og það hugsar alltaf: “Aldrei aftur”
“Nú skal ég sjálft finna mér mitt eigið skip
Og vera minn eigin skipstjóri”
En samt lærir þetta heimska hjarta aldrei
Það er alltaf tilbúið að láta að stjórn
Alltaf tilbúið að leifa öðrum að taka við stýrinu
Og leggjast niður á þilfarið
Og bíða eftir
Að sól ástarinnar skíni á ný
 
Jóhanna G Þorsteinsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu

Leitin mikla
Uppgjöf
Óður til sonar míns
Fangi
Hugsun
Höfnun
Athöfn
Hafið
Dýrin okkar