Athöfn
Dulúðug og spennandi
Eitthvað sem er stærsta takmark lífs þíns
Eitthvað heitt og rennandi
Rennur hratt að skauti mínu og upphafi lífs míns.

Þessi ónefnanlega tilfinning mín
Brýst í líkama mínum og hjarta
Yndislegir hlutir líkama þíns, snerta vit mín
Og sú snerting er óendanleg, veita mér hlýju bjarta

Eitthvað svo fallegt, eitthvað svo gott
Okkar leyndarmál, svo fagurt og rétt
Ekkert er ljótt, ekkert er vont
Allt er svo nýtt, ég endurnýjast, allt verður svo létt

Tveir líkamar renna saman í eitt
Sameinast í einu andartaki
Að ein athöfn geti svo mikinn unað veitt
Ein athöfn á einu hvítu laki

Unaður, spenna, ást og hlýja
Sameinast í mínum líkama og huga
Mér sýnist ég sjá inni í veröld nýja
Þar sem allt er óendanlegt, allt í mínum huga

Svo líður andartakið hjá, við stoppum
Stoppum og horfum hvort á annað
Snertumst hægt, kyssumst létt, vorum saman á toppnum
Leggjumst hlið við hlið, höfum nátturuna að fullu kannað
 
Jóhanna G Þorsteinsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu

Leitin mikla
Uppgjöf
Óður til sonar míns
Fangi
Hugsun
Höfnun
Athöfn
Hafið
Dýrin okkar