Biðin til Morguns
& það var ljós.
Ljós sem lýsti inn um skjáinn;
tindrandi, funheit á.
Í þurrka, þá rigndi.
& alsæla var staðreynd.
Vefur frá hjartanu
- spunninn skýja á milli.
Stundarglas án tíma.
& þú sem varst mér allt.
Frá rótum út í fingurgóma
- tilfinningin kitlaði.
Hlýtt regnið lék um mig.
Ég kippti snökt í liðinn
& lagðist í dvala.
- Vakin af martröð;
drauminum var frestað vegna truflana í útsendingu.
Tannpína sálarinnar.
Höfuðverkur hjartans.
& það er glampi.
Endurspeglun vona;
heiðskírt í gær, skýjað í dag.
Á að sprænu.
& lygi er góðverk.
Spurningar skjóta upp kollunum;
efinn er rótgróinn.
Tíminn er pyttur.
& vaninn vinnur verkið.
Óþreyjufull bið,
en samt er ég ónæm fyrir gólfstraumnum.
Hið dýpsta haf verður yfirstigið.
En biðin til morguns heldur áfram.
Ljós sem lýsti inn um skjáinn;
tindrandi, funheit á.
Í þurrka, þá rigndi.
& alsæla var staðreynd.
Vefur frá hjartanu
- spunninn skýja á milli.
Stundarglas án tíma.
& þú sem varst mér allt.
Frá rótum út í fingurgóma
- tilfinningin kitlaði.
Hlýtt regnið lék um mig.
Ég kippti snökt í liðinn
& lagðist í dvala.
- Vakin af martröð;
drauminum var frestað vegna truflana í útsendingu.
Tannpína sálarinnar.
Höfuðverkur hjartans.
& það er glampi.
Endurspeglun vona;
heiðskírt í gær, skýjað í dag.
Á að sprænu.
& lygi er góðverk.
Spurningar skjóta upp kollunum;
efinn er rótgróinn.
Tíminn er pyttur.
& vaninn vinnur verkið.
Óþreyjufull bið,
en samt er ég ónæm fyrir gólfstraumnum.
Hið dýpsta haf verður yfirstigið.
En biðin til morguns heldur áfram.
28. okt. 06