

Finndu
hvernig hjartað í mér slær
og finndu
hvernig það slær
fyrir þig.
Finndu
þegar það slær ört
eins og trumbur
sem barðar eru í sífellu
til að vekja fallandi her.
Finndu
þegar það slær hægt
eins og þegar hafið
fellur hljóðlega á ströndina
eitt stjörnubjart haustkvöld.
Finndu
þegar það tifar
eins og tímasprengja
sem gæti sprungið
á hverri stundu.
En hvernig sem hjartað slær,
þá slær það
fyrir þig.
hvernig hjartað í mér slær
og finndu
hvernig það slær
fyrir þig.
Finndu
þegar það slær ört
eins og trumbur
sem barðar eru í sífellu
til að vekja fallandi her.
Finndu
þegar það slær hægt
eins og þegar hafið
fellur hljóðlega á ströndina
eitt stjörnubjart haustkvöld.
Finndu
þegar það tifar
eins og tímasprengja
sem gæti sprungið
á hverri stundu.
En hvernig sem hjartað slær,
þá slær það
fyrir þig.