án titils
Í myrkrinu fann ég að höndin þín heit
hægt og rólega hóf sína leit.
Hún snerti streng
og hjarta mitt spilar nýjan tón.

Í myrkrinu heyrði ég örlítil orð
ofurhægt læðast um huga míns storð.
Þau nefndu streng
og hjarta mitt spilar nýjan tón.

Í myrkrinu sá ég að lifnaði ljós,
lýsti og litaði frostsins rós.
Það lýsti á streng
og hjarta mitt spilar nýjan tón.

Í myrkrinu vermdu varirnar tvær,
vanga sem nú er bjartur og tær.
Þú kysstir streng
og hjarta mitt spilar nýjan tón.
 
Harpa Hlín Haraldsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Hörpu Hlín Haraldsdóttur

Engill
Vorið
Andlit einmana stúlku
Hjartsláttur
Sama hvað
Nótt
Kveðja
Hjartasár
Dagur & Nótt
án titils
Starfskynning
Freðin hjörtu
Annar heimur
Snjókoma