Hjartsláttur
Finndu
hvernig hjartað í mér slær
og finndu
hvernig það slær
fyrir þig.

Finndu
þegar það slær ört
eins og trumbur
sem barðar eru í sífellu
til að vekja fallandi her.

Finndu
þegar það slær hægt
eins og þegar hafið
fellur hljóðlega á ströndina
eitt stjörnubjart haustkvöld.

Finndu
þegar það tifar
eins og tímasprengja
sem gæti sprungið
á hverri stundu.

En hvernig sem hjartað slær,
þá slær það
fyrir þig.
 
Harpa Hlín Haraldsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Hörpu Hlín Haraldsdóttur

Engill
Vorið
Andlit einmana stúlku
Hjartsláttur
Sama hvað
Nótt
Kveðja
Hjartasár
Dagur & Nótt
án titils
Starfskynning
Freðin hjörtu
Annar heimur
Snjókoma