Dagur & Nótt
Ég geng einn
eftir kvöldhimninum
við sólsetrið
mæti ég þér.

Þú gengur ein
eftir kvöldhimninum
við sólsetrið
mætir þú mér.

Heillandi augu þín
skjóta til min
agnarsmáum stjörnum
í myrkrinu.

Þegar birtir á ný
stend ég á hvítu skýi
og hjarta mitt er fullt
af stjörnunum þínum.
 
Harpa Hlín Haraldsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Hörpu Hlín Haraldsdóttur

Engill
Vorið
Andlit einmana stúlku
Hjartsláttur
Sama hvað
Nótt
Kveðja
Hjartasár
Dagur & Nótt
án titils
Starfskynning
Freðin hjörtu
Annar heimur
Snjókoma