Kveðja
Að eilífu englarnir yfir þér vaki,
í augum þér sólin skín.
Kvöl er í hjarta, kuldi og klaki
er kveð ég þig ástin mín.

Að hausti þú fangaðir einmana hjarta,
sem hreyfðist í brjósti mér,
það ætlar þér gæfu, framtíð bjarta,
það aldrei mun gleyma þér.

Nú heiminn í hinsta sinn augu mín líta,
hugur minn allur er þinn,
að endingu mætumst á himninum hvíta,
nú hverf ég þér vinur minn.
 
Harpa Hlín Haraldsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Hörpu Hlín Haraldsdóttur

Engill
Vorið
Andlit einmana stúlku
Hjartsláttur
Sama hvað
Nótt
Kveðja
Hjartasár
Dagur & Nótt
án titils
Starfskynning
Freðin hjörtu
Annar heimur
Snjókoma