

Að eilífu englarnir yfir þér vaki,
í augum þér sólin skín.
Kvöl er í hjarta, kuldi og klaki
er kveð ég þig ástin mín.
Að hausti þú fangaðir einmana hjarta,
sem hreyfðist í brjósti mér,
það ætlar þér gæfu, framtíð bjarta,
það aldrei mun gleyma þér.
Nú heiminn í hinsta sinn augu mín líta,
hugur minn allur er þinn,
að endingu mætumst á himninum hvíta,
nú hverf ég þér vinur minn.
í augum þér sólin skín.
Kvöl er í hjarta, kuldi og klaki
er kveð ég þig ástin mín.
Að hausti þú fangaðir einmana hjarta,
sem hreyfðist í brjósti mér,
það ætlar þér gæfu, framtíð bjarta,
það aldrei mun gleyma þér.
Nú heiminn í hinsta sinn augu mín líta,
hugur minn allur er þinn,
að endingu mætumst á himninum hvíta,
nú hverf ég þér vinur minn.