Ljóðrænar myndir af þér
Út frá sveigðri strandlínu
teygir hafið sig
yfir ennið

það er djúpt
og allt of margt

sem leynist þar.


Hárið (<i>væntanlega</i>)
þörungur

svífandi um
í sjávarbriminu.


Steina hef ég aldrei séð
nógu lifandi

augun eru glansandi
sniglar

sem að hringa sig
inn í vitund mína.


Lítil stúlka
sem grettir sig
(<i>stundum</i>)

fjörlegt nefið.


Munnur þinn
eða máninn?

Hvor tveggja
gýn yfir mér

eins og gáttir
í nýjar víddir.


Kinnbeinin falla fram
straumharður foss

sem endar í rennisléttri
klakamynd

höku þinnar.


<i>Líkaminn</i>:

impressjónísk mynd
úr mörg!þúsund deplum

heill ljóðabálkur
í orðum.  
Gunnar M. G.
1984 - ...


Ljóð eftir Gunnar M. G.

Í aungvu
Guð: „gleður mig að kynnast þér“
Í andrá
Brekkukotsannáll
Rit um væntumþykju
Í vestrænni myndlist; upphafinn endapuntkur!
Um skynjun
Aðdáun
Af hverju hatið þér Akureyri, Herra Eldon?
Samræður
Ljóðrænar myndir af þér
Píkuvals
Tímaleg ástarjátning
Án titils
Mávafaraldur <i>eða</i> Kynlegir fordómar
Á krossgötum
Öðruvísi brothættur
Lýríken
"...auðvitað er þetta spurning um lífsgæði"
Kvenleikinn minn
Svo langt sem augað eygir