Ljóðrænar myndir af þér
Út frá sveigðri strandlínu
teygir hafið sig
yfir ennið
það er djúpt
og allt of margt
sem leynist þar.
Hárið (<i>væntanlega</i>)
þörungur
svífandi um
í sjávarbriminu.
Steina hef ég aldrei séð
nógu lifandi
augun eru glansandi
sniglar
sem að hringa sig
inn í vitund mína.
Lítil stúlka
sem grettir sig
(<i>stundum</i>)
fjörlegt nefið.
Munnur þinn
eða máninn?
Hvor tveggja
gýn yfir mér
eins og gáttir
í nýjar víddir.
Kinnbeinin falla fram
straumharður foss
sem endar í rennisléttri
klakamynd
höku þinnar.
<i>Líkaminn</i>:
impressjónísk mynd
úr mörg!þúsund deplum
heill ljóðabálkur
í orðum.
teygir hafið sig
yfir ennið
það er djúpt
og allt of margt
sem leynist þar.
Hárið (<i>væntanlega</i>)
þörungur
svífandi um
í sjávarbriminu.
Steina hef ég aldrei séð
nógu lifandi
augun eru glansandi
sniglar
sem að hringa sig
inn í vitund mína.
Lítil stúlka
sem grettir sig
(<i>stundum</i>)
fjörlegt nefið.
Munnur þinn
eða máninn?
Hvor tveggja
gýn yfir mér
eins og gáttir
í nýjar víddir.
Kinnbeinin falla fram
straumharður foss
sem endar í rennisléttri
klakamynd
höku þinnar.
<i>Líkaminn</i>:
impressjónísk mynd
úr mörg!þúsund deplum
heill ljóðabálkur
í orðum.