Epli Edens
Nakinn í Edens Görðum,
viðir tveir voru þar.
Eigi mátti borða af öðrum,
það eitt Guð okkur um bað.

Þá með Guði við gengum,
í garðinum sæll og glöð.
Allt upp í hendur við fengum,
eins og börn á sælunnar fjöl.

Þá til sögu Satan skreið,
í snáksmynd með eitur á vörum.
Með eplin sín bragðgóð hann beið,
beint úr syndanna körum.

Þá uppljóstruðust augu okkar,
er dauðan við fengum í arf.
Nú til Satans syndin mig lokkar,
Sjá, það er nú hennar starf.

Guð til jarðar sinn son sendi,
sonur hans á krossinum dó.
Er ég dey á góðum stað ég lendi,
Því veg til Guðs ríkis hann mér bjó.
 
Einar Kristinn Þorsteinsson
1987 - ...


Ljóð eftir Einar

Vindurinn og Guð
Elska hins hæsta
Blessun
Jesús er Drottinn
Epli Edens
Gangur Litninganna