Tímaleg ástarjátning
Ég
<i>elska</i> Þig!

tókstu eftir skáletruninni?
fyrir þig skal ég
skáletra allt!

en

tókstu eftir lítilstafselskunni? (og stórustafsþú?)
fyrir þig skal ég hundsa
þessa smásmugulegu ísmeygilegu
tilfinningu smeygjandi sér milli hinna
og þessa sem ekki eru á neinn hátt jafn
merkilegir og <b>Þú</b>!

svo

ég skal hrinda <i>ástinni</i> frá mér

hún skiptir ekki máli
ég þarf ekki á slíkri hóru að halda.

Ég
Þig!

og

ég skal jafnvel lítillækka æskuna
sjálfhverfuna og smætta hana niður
afneita póesíunni Ég Ég Ég ÉG sem
er löngu hætt að brjótast undan vafa:

Þig!

(því

þessi <i>ást</i> felst í þér
en ekki sjálfri sér

sjálf segir þú allt.)
 
Gunnar M. G.
1984 - ...


Ljóð eftir Gunnar M. G.

Í aungvu
Guð: „gleður mig að kynnast þér“
Í andrá
Brekkukotsannáll
Rit um væntumþykju
Í vestrænni myndlist; upphafinn endapuntkur!
Um skynjun
Aðdáun
Af hverju hatið þér Akureyri, Herra Eldon?
Samræður
Ljóðrænar myndir af þér
Píkuvals
Tímaleg ástarjátning
Án titils
Mávafaraldur <i>eða</i> Kynlegir fordómar
Á krossgötum
Öðruvísi brothættur
Lýríken
"...auðvitað er þetta spurning um lífsgæði"
Kvenleikinn minn
Svo langt sem augað eygir