Jólasveinn (Jólin 2005)
Jólasveinn, jólasveinn!
Ekki vera þarna einn
að dreifa gjöfum um allt,
ég veit að það er kalt…

Má ég ekki koma með?
Ég get hjálpað þér…
og allt sem ég gæti séð…
…miklu betra en að hanga hér.

Ég þarf engan pakka
minn má fara til næsta krakka
ef bara ég fengi að dveljast hjá þér um sinn
og skoða með þér alheiminn.

Sérðu ekki norðurljós og stjörnudans?
-og gleðina dreifast frá manni til manns?
-finnur fullt af snjó og fjársjóðum?
-dvelur með börnum og mönnum fróðum?

Því mig langar að vita það allt saman
Um mig og jörðina og veröldina
Þú kannt svo mikið og gerir svo margt
Má ég ekki vera með, gerðu það?

Þig hlýtur að vanta góðan vin,
til að veita þér félagsskap þetta kvöld,
(og) bera með þér leikföngin…
…æ þessi nótt er svo löng og köld.

Ég skal alltaf besta barnið vera
ef aðeins ég fæ að fljóta með þér.
Það er svo margt sem mig langar að gera
(eins og að) hjálpa öðrum að brosa og leika sér
 
Anna Guðrún Sigurðardóttir
1983 - ...
Jólabarnið talar..


Ljóð eftir Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur

Jólasveinn (Jólin 2005)
Framtíðin?
Hilling
Um vonina
Woman in the window
Hugarástand
Stúlka
Morgunganga að hausti