Hilling
Mig dreymir hafið
bárusöng
Þegar hjartað slær
flýtur vindurinn hjá
Regndropar falla
í sárin mín
endalaust niður
Kertaljós í glugga
lýsir mér leið
Eldingin birtir upp veginn
sem fönnin hylur
en kuldinn styrkir
Þótt sólin brenni
þótt augun lokist
og andardráttur þyngist
og brosið sé horfið
er allt svo friðsælt
Rauðar rósir á sveimi
svo hreinar og tærar
en samt er allt flókið
minningar svífa hjá
andanna raddir óma
á meðan æskugleðin
fylgir mér og sál minni
þangað sem alltaf er meira
alltaf nóg
alltaf hamingja
alltaf líf.
 
Anna Guðrún Sigurðardóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur

Jólasveinn (Jólin 2005)
Framtíðin?
Hilling
Um vonina
Woman in the window
Hugarástand
Stúlka
Morgunganga að hausti