Framtíðin?
Hafið er ósýnilegt,
nema þeim sem ofar svífa,
þar er það skærgrænt og virðist gufa upp
jafnóðum og ný alda líður yfir.
Veðrið er einskis;
rakt en ekki vott,
logn en fellibylur,
sandur, sandur, sandur,
meira að segja grjótið er upplitað
og að mestu horfið í mold og sand.
Sólin er svo hrikalega sterk,
en samt ekki.
Lífshættuleg vissan tíma dagsins
og nokkra daga ársins
er bannað að fara
út fyrir bústaðsins dyr.
En svo getur veröldin orðið
svo köld á svipstundu
og svo ótal margir hafa horfið í fellibyl frostsins
og enn fleiri hafa horfið í sandinn
á skuggasvæðum sólar og mána.
Einstaka planta skýtur upp kollinum,
en hverfur á örskotsstundu
eftir að fólk hefur barist um hana.
 
Anna Guðrún Sigurðardóttir
1983 - ...
Tekið úr einni skáldsögu minni sem er í skrifum.


Ljóð eftir Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur

Jólasveinn (Jólin 2005)
Framtíðin?
Hilling
Um vonina
Woman in the window
Hugarástand
Stúlka
Morgunganga að hausti