Morgunganga að hausti
Þetta er dimmur dagur,
grár veruleikinn í leit að bráð
byggingar gnæfa yfir
himinhvolfin líta niður til manns
-með glotti á vör og illkvittnum augum...
Frumefnin kallast á;
,,...hvað ætli þessi tolli lengi?”
Skyndilega er alger þögn,
loftið fyllist spennu,
ekkert heyrist nema eigin hugsanir
og andardráttur...
Taktföst gönguskref nálgast
og þá ómar blístur,
já, það er gamli maðurinn
að bera út morgunblöðin,
alltaf jafn hress og léttur á fæti.
Já, gamli maðurinn sem veröldin hefur ekki bugað,
maðurinn sem bjargaði deginum.
Og svo kemur sólin
og blístrið gefur tóninn...
Það verða unnir sigrar í dag
 
Anna Guðrún Sigurðardóttir
1983 - ...
Samið í strætó á leið í skólann 16.04.08


Ljóð eftir Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur

Jólasveinn (Jólin 2005)
Framtíðin?
Hilling
Um vonina
Woman in the window
Hugarástand
Stúlka
Morgunganga að hausti