Móðir mín náttúra
Andvaka ligg ég í hlýju bælinu
og hlusta á regnið.
Heyri hvernig droparnir banka á gluggan
og vindurinn hvíslar nafn mitt.
Nóttin dimm og köld
laðar mig að sér.
Stend í dyragættinni
með lokuð augun.
" taktu mig, taktu mig"
Dansandi í tunglskininu
og læt dropana falla á andlit mitt.
Í örmum móður náttúru fell ég í djúpan svefn
þar til sólin rís á ný.