Niðurbrotin sorg
Niðdimm nóttin og ein ég er
með svipta framtíðarsýn
og brostna drauma.
Ég lít í kringum mig
allt er svo hljótt.
Sorgleg einsemdin
niðurbrotin ég er.
Ég á ekkert nema
kraftaverkið eitt.
Hugur minn og hjarta
því verður ekki breytt.
Þótt sæluna hún veitir mér
þá vantar ennþá eitt.
Sálina sem rann úr höndum mér
og ástinni sem var eytt.  
Elva Dögg Björnsdóttir
1982 - ...


Ljóð eftir Elvan

Móðir mín náttúra
Dóttir mín
Jákvæða Gleymnin
Sofðu gamla mín
Stormur
Barbie og Ken
Systir mín
Glötun
Blossandi reiði
Niðurbrotin sorg
Love hurts