Sorg
Ég sé ekki ljósið sem lýsti svo skært,
Og yljaði hjartarætur.
Það slokknaði daginn þú sofnaðir vært,
Sjálfur Drottinn hafði á þér mætur.

Stari í myrkrið og dýpra ég sekk,
Sárt, í minn innri drunga.
Þakklát fyrir þann tíma ég fékk,
En sorgina ber ég samt þunga.

Tárin, þau drukkna í flöskunni góðu,
Sem álfarnir létu mig fá.
Þá heyri ég rödd þína, þreyttu og móðu,
“Elskan, Þig erekki sjón að sjá”.

Hrekk upp af draumi og veit ekki baun,
Finn hvorki hita né kulda.
Svona eru þau víst, þau lífsins laun,
Hjá lóner með tilfinningar-dulda.

Set á mig brosið og valhoppa út,
Vösk ég tekst á við heiminn.
Betra en að sitja hér niðurlút,
Og tala við flöskuna dreyminn.  
Dinzla
1984 - ...
28.janúar 2007
Til ömmu..


Ljóð eftir Dinzlu

Söknuður
Korn
Heilræði afneitunarinnar
Lífsnauðsynleg tillitssemi
Sorg
Sjálfskapað víti venjulegafólksins
Hann
Brestur burðarveggur
Óður til lifrar
Á morgun
Pissað upp í vindinn
Velmegun sumra Íslendinga