Defetus II
Nei ástin mín nei
ég hef haldið svona áfram of lengi
og þú munt ekki telja mér hughvarf
úr því sem komið er.
Sjá auk þess er spegillinn of brotinn.
Kannski ef hann væri minna brotinn,
en hann er brotinn.
Ég vil ekki sjá mig endurvarpast svona.

Goð eru hol

og bréfpokar fjúka um strætin.

Því er nú ver.
Menn eru holir og bréfpokar fjúka…
þú munt ekki telja mér hughvarf.
Nei ástin mín nei
 
Kári Páll Óskarsson
1981 - ...


Ljóð eftir Kára Pál Óskarsson

Að byrja
Defetus I
Defetus II
Svelti
Tilbrigði við Niemöller
Oubliette