Tilbrigði við Niemöller
Blessaður sé Drottinn
að þjóðfrelsisbaráttan
er fyrir bí.
Annars gæti ég
fundið mig knúinn
til að ljá henni kraft
með list.


Guði sé lof
að kommúnisminn er fallinn
annars gæti ég
fundið mig knúinn
til að ljá honum kraft
með list.


Guði sé lof
að Guð er dauður
annars gæti ég
fundið mig knúinn…


Guði sé lof
að avant-garde er dautt
annars gæti ég…


Guði sé lof
að ég er ekki kona
annars gæti ég…


Loksins kom vorið.


Apríl er grimmastur mánaða.
 
Kári Páll Óskarsson
1981 - ...


Ljóð eftir Kára Pál Óskarsson

Að byrja
Defetus I
Defetus II
Svelti
Tilbrigði við Niemöller
Oubliette