Grafarljóð
Grafðu þig dýpra í gjána,
gjöf mín í djúpinu´ er falin.
Myrkur hins glottandi mána,
mætir þér niðdimma nótt.
Mörkin á illskunni er alin;
angurvær meyja við ána,
vitjar um von sína dána,
vindurinn þýtur svo hljótt.

Grafðu þig dýpra í gjána,
gjöf muntu hljóta að launum.
Þorstinn er vekur upp þrána,
þjaka mun vonina skjótt.
Reynslan er falin í raunum,
roði þíns hjarta mun blána.
Gæfa þín litrík mun grána,
í nístandi helkaldri nótt.

 
Pax
1975 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.
www.geocities.com/happypuppies2002


Ljóð eftir Pax

Tímarúm
Grafarljóð
Þyrnirósa
Flug
Rætur
Eldgleypirinn frá Tæwan
Lítil klausa um taugaveiklaðan mann
Í stofu út í bæ