

langt
út fyrir sanda
svartan geim
liggur jökulbreiða
starir á mig
eins og löng glyrna
-
senn koma farfuglarnir
og baða sig í grunnu vatninu
en þá verð ég laungu týndur
í köldu augnaráði strandlínunnar
út fyrir sanda
svartan geim
liggur jökulbreiða
starir á mig
eins og löng glyrna
-
senn koma farfuglarnir
og baða sig í grunnu vatninu
en þá verð ég laungu týndur
í köldu augnaráði strandlínunnar