Læstar dyr
Í vasanum geymi ég lykilinn
að dyrunum
sem ég geng alltaf að á nóttunni
þegar ég sef.
Ég ímynda mér
hvað leynist handan þeirra
og bý til nýja sögu
um þá dularfullu veröld
á hverri nóttu.
Mér finnst gott
að finna fyrir lyklinum
í vasanum yfir daginn,
en þegar kvöldið kemur
legg ég hann í lófa þinn
til öryggis
áður en ég sofna.
að dyrunum
sem ég geng alltaf að á nóttunni
þegar ég sef.
Ég ímynda mér
hvað leynist handan þeirra
og bý til nýja sögu
um þá dularfullu veröld
á hverri nóttu.
Mér finnst gott
að finna fyrir lyklinum
í vasanum yfir daginn,
en þegar kvöldið kemur
legg ég hann í lófa þinn
til öryggis
áður en ég sofna.
Úr ljóðabókinni Í felum bakvið gluggatjöldin (2007)