Þrælar.
Skrítið hvað allt er hljótt.
Heimurinn sefur
svo stirður og stífur,
hvílir af sér
minn æpandi sársauka.
Ekkert sem raskar stjórn
kynfæra og bragðlauka.
Almúginn útriðinn
hrökklast upp gangveginn.
Þrælar kirkju og stjórnmála.
Halda um soltinn kviðinn,
auman og innfallinn,
naga á sér neglurnar
og þylja mér reglurnar.
"Eltu þau eins og við,
glenntu á þér rassgatið.
Þá loksins færðu frá þeim frið
og fyrir þeim samþykkið".
Ég í uppreisn minni sný mér við
og sýni þeim fokkmerkið.
Ég aldrei skal feta slóð
þeirra sem hata mig,
heimta mitt hold og blóð
og skítnum reyna að mata mig.

Rotnaðu í helvíti
helvítis fáviti.
Sálarlegt öngþveiti.
Bollur og bakkelsi
flæða um hvert heimili.
Græðgi og hófleysi,
offita, fangelsi.
Nauðgari, glaumgosi
tælir með falsbrosi.
Lygari, svikari.
Fokk hvað ég hata þig.
En hatrið styrkir mig,
dregur mig upp á við,
upp á mitt eigið svið,
lít aldrei niður á við,
í eigin sora rotnið þið.  
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
1978 - ...


Ljóð eftir Ásbjörgu Ísabellu Magnúsdóttur

Þrælar.
ÉG MAN
VIÐ
ÓRÓTT
ALDREI
TRÚIR ÞÚ Á ENGLA
SAKLAUS
LJÚFSÁR MARTRÖÐ
ÚTSPRUNGIN RÓS
TRÚIN OG VONLEYSIÐ