Svik
Þar sem ég lá
og þú komst ekki
voru tárin sölt
svipbrigðin tóm

af einhverjum ástæðum
beið ég einn
allt virtist tómt
því án þín var kalt

hver kemur til mín
ef þú ert ekki til
hvar verð ég
finnst allt vera að fjara út

það tekur enginn þinn stað
því þú ert allt
hugur minn dvelur hjá þér
og það jaðrar við geðveiki  
Þ.vilberg
1969 - ...


Ljóð eftir þ.vilberg

Til gangur lífsins
Svik
Frikz
Ég kalla á þig
Hafið
Minn