

finna í sögu
sama flugdraum
er vitjar þín aftur og aftur
- en æ sjaldnar
hljóðlausa bylgju
hamingjuskip
sem siglir á háflóði
skáhallt til himins
uns skjólinu sleppir
við ysta mæninn
lenda að morgni
í lognværri gleymsku
í allt annarri götu
- en undir sama þaki
og þeir sem enn minnast
leiftrandi gleði þinnar
lifa um stund
svo létt
sama flugdraum
er vitjar þín aftur og aftur
- en æ sjaldnar
hljóðlausa bylgju
hamingjuskip
sem siglir á háflóði
skáhallt til himins
uns skjólinu sleppir
við ysta mæninn
lenda að morgni
í lognværri gleymsku
í allt annarri götu
- en undir sama þaki
og þeir sem enn minnast
leiftrandi gleði þinnar
lifa um stund
svo létt