Flugdraumur
finna í sögu
sama flugdraum
er vitjar þín aftur og aftur
- en æ sjaldnar
hljóðlausa bylgju
hamingjuskip
sem siglir á háflóði
skáhallt til himins
uns skjólinu sleppir
við ysta mæninn

lenda að morgni
í lognværri gleymsku
í allt annarri götu
- en undir sama þaki
og þeir sem enn minnast
leiftrandi gleði þinnar
lifa um stund
svo létt
 
Sigrún Björnsdóttir
1956 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Björnsdóttur

Fyrir fugl
Fótsterk
Í nýja hörpustrengi
Glersjór
Bæn
Flugdraumur