Krypplingurinn
Krypplingurinn kúrði í horninu
andvaka, uppgefin og sár.
Heimurinn dauður fyrir honum,
meir en hann sjálfur.
Hann fann fyrir sársaukanum,
gremjunni og óttanum
og fann hvernig vonin
dó á flóttanum.
Dvölin í fortíðinni dugði skammt,
rammt bragðið af sviknum loforðum
endurómaði fyrir vitum hans
Traust; orð sem hann treysti
ekki lengur.
Slitni strengur örlagavefana
stóð sem alblóðugur drengur
syrgjandi samtíðina.
Tár í myrkri blint fellur
niður í sorgarinnar
sægrænu ræsi
borgarinnar.
 
Örar
1981 - ...


Ljóð eftir Örar

Ljós
Kuldi
Fjörðurinn
Einn
Andartak
Krypplingurinn
Lofthræðsla