Sannleikurinn
Er dulúðin myndar krossgötur
þar sem lífslínur skerast eða sameinast
geta mikilfengnustu kraftaverkin gerst
og skotið neistum upp í himinhvolfið

Þar myndast ljósviti fyrir æðri verur
og þær vita þá hversu ótrúlegt þetta sköpunarverk
sem hinn eini sanni faðir hefur búið til
og er um leið sönnun hins eina sannleika

því um leið og hið mennska hjarta hefur
fundið sinn einlæga tilgang í lífinu
getur það fært heilu sólkerfin saman
í átt að frið, ást og samhygð  
Björn Róbert
1979 - ...


Ljóð eftir Björn Róbert

Sannleikurinn
þrautagangan
fíkn
unaður
fyrstu dagar
draumasýn
Föðurást
rótin