

Ég var sjórinn sem þú sigldir yfir
eina örstutta nótt
þú varst hvít ásjóna í stafni
sem horfðist á við svarta, klettótta strönd
og ekkert var til merkis um komu þína
nema gutl bárunnar við bátshliðina
og kjölrákin
eina örstutta nótt
þú varst hvít ásjóna í stafni
sem horfðist á við svarta, klettótta strönd
og ekkert var til merkis um komu þína
nema gutl bárunnar við bátshliðina
og kjölrákin