Þær líðandi stundir
Þá daga

sem ég er við það að falla við
og brotna,
er hræddur
opinn og varnarlaus

þarf hulu
þarf virki
einhvern til að hlaupa í skarðið
til að hjálpa,
skerma mig af.

Lífið er mér ofviða
með ærandi hljóm sinn
kalt og ég þjáist,

þá er ég heyri þig hlæja
verður allt kyrrt
og skjólsælt,
hlýtt

þær sekúndur

 
Dick Dodd
1972 - ...


Ljóð eftir Dick Dodd

Viðkynning
Sigling
Í dalnum
Af lyginni
Púsluspil
Þær líðandi stundir
Fljúgðu upp
Nánd