Sigling
Ég var sjórinn sem þú sigldir yfir
eina örstutta nótt

þú varst hvít ásjóna í stafni
sem horfðist á við svarta, klettótta strönd

og ekkert var til merkis um komu þína
nema gutl bárunnar við bátshliðina
og kjölrákin  
Dick Dodd
1972 - ...


Ljóð eftir Dick Dodd

Viðkynning
Sigling
Í dalnum
Af lyginni
Púsluspil
Þær líðandi stundir
Fljúgðu upp
Nánd