Dauðinn og ég
Ég ákvað að hitta dauðann.

Ég ákvað að hitta dauðann og
sigra hann og verða þannig
mestur allra sem lifað hafa.

En ég var seinn eins og alltaf.

Dauðinn sagði:
það er áliðið dags,
kuflinn minn er blautur,
ljárinn minn er bitlaus.
Og það kemur ekki til greina að vinna yfirvinnu vegna svona skítseyðis sem þú ert !

Og mér fannst ég hafa tapað.

Samt lifi ég.  
Loner
1969 - ...


Ljóð eftir Loner

Saga úr daglega lífinu.
Mynningarskál
Dauðinn og ég
Vegurinn og ég
Ástin og ég