Sálmur fyrir börn
Allir yrðu hissa.
Allir feldu dóm,
ef Páfinn myndi pissa
á Péturstorg í Róm

og slúðurdálkar slagblaðanna
slettu í góm.

Enginn yrði hissa.
Ekkert kæmi í blað.
Fáir myndu flissa
og fyndu ekkert að,
þótt ég þyrði að pissa
þarna á sama stað.  
Steingrímur Þormóðsson,


Ljóð eftir Steingrím Þormóðsson

Sálmur fyrir börn
Fermingarveisla
Minningarorð
Handan góðs og ills
Miklihvellur
Tíminn líður fljótt