

Sit ég hér einn út í sveitinni
ég er umvafinn engu mannlegu
bara ég og náttúran
Það rignir en mér er alveg sama
Því ég elska hana í dag
á morgun og alltaf
Sit ég hér ásamt öðrum í borginni
ég sé ekki neitt fyrir húsunum
bara ljótir steinveggir
Það er slydda og ég þoli hana ekki
því ég hata hana í dag
í gær og að eilífu
Sit ég hér einn í þögninni
sé bara eitt skært ljós
svo bjart að mig svíður
það er ekkert
hugur minn er tómur í dag
í gær og á morgun
ég er umvafinn engu mannlegu
bara ég og náttúran
Það rignir en mér er alveg sama
Því ég elska hana í dag
á morgun og alltaf
Sit ég hér ásamt öðrum í borginni
ég sé ekki neitt fyrir húsunum
bara ljótir steinveggir
Það er slydda og ég þoli hana ekki
því ég hata hana í dag
í gær og að eilífu
Sit ég hér einn í þögninni
sé bara eitt skært ljós
svo bjart að mig svíður
það er ekkert
hugur minn er tómur í dag
í gær og á morgun