Skotinn
Ég þrýsti haglabyssunni
Á milli brjósta þinna

Þú ert þegar búin
að sundurtæta mig
skjóta mig
með kúlum sem breytast í fiðrildi
með kossum sem skapa hvirfilbyl

Þú heldur utan um mig
þegar hvellurinn bergmálar um paradís
og ég vona að þú liggir eftir
Í rósóttum blóðpolli
fallin fyrir mér
 
Hjalti
1985 - ...


Ljóð eftir Hjalta

Ég einn og allir hinir
Samfarir Sveppaskýjana
Ljósastaur
Sandstormur
Söknuður
Blómi Lífsins
Lekaliði
Manná(s)t
Grjót
Rof
Velkomin
Síams
Orðblæti
Biðin
Reykjavík
Skotinn
Gamall maður
Hverfandi Jörð
Við
Fórn