Ég einn og allir hinir
Sit ég hér einn út í sveitinni
ég er umvafinn engu mannlegu
bara ég og náttúran
Það rignir en mér er alveg sama
Því ég elska hana í dag
á morgun og alltaf

Sit ég hér ásamt öðrum í borginni
ég sé ekki neitt fyrir húsunum
bara ljótir steinveggir
Það er slydda og ég þoli hana ekki
því ég hata hana í dag
í gær og að eilífu

Sit ég hér einn í þögninni
sé bara eitt skært ljós
svo bjart að mig svíður
það er ekkert
hugur minn er tómur í dag
í gær og á morgun

 
Hjalti
1985 - ...


Ljóð eftir Hjalta

Ég einn og allir hinir
Samfarir Sveppaskýjana
Ljósastaur
Sandstormur
Söknuður
Blómi Lífsins
Lekaliði
Manná(s)t
Grjót
Rof
Velkomin
Síams
Orðblæti
Biðin
Reykjavík
Skotinn
Gamall maður
Hverfandi Jörð
Við
Fórn