Þyrnirósa
Baða mig í himni augna þinna,
aðeins of snemma á áfengum morgni,
gestir næturinnar hafa tygjað sig heim.
Þú ert við hliðina á mér hlýrri en sólin.
Ást okkar hefur kollvarpað heiminum.

(ég horfi út um gluggann og sé snjóinn falla)

Þú leggst mjúklega aftur,
hvílir höfuðið vel á koddanum og sofnar í hundrað ár.

Vaknar upp við lúðraþyt samviskunnar,
hellir upp á kaffi,
skolar af þér lyktina af mér.

Gleymir.

 
Pax
1975 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.
www.geocities.com/happypuppies2002


Ljóð eftir Pax

Tímarúm
Grafarljóð
Þyrnirósa
Flug
Rætur
Eldgleypirinn frá Tæwan
Lítil klausa um taugaveiklaðan mann
Í stofu út í bæ