Dagurinn í dag.
Hvað vantar í heiminn daginn í dag ?
Það er allt búið að gerast..
En er það allt saman okkur í hag?
Það vantar að láta það berast..
Að láta það berast að heimurinn sofnar
Og það er okkar sök...
Sjónin okkar dofnar og dofnar
Við erum að missa á þessu tök.
Á þessari stundu er fólk að þjást
gráta,hræðast og veikjast.
Við viljum ekkert um það fást
Þetta verður að breytast.
Fólk sem drepur annað fólk
er það hluti af degi þínum ?
Að skjóta byssuskoti úr hólk
á móti vilja sínum.
Friður er það sem vantar
í heiminn handa þeim
Burtu þurfa allir fantar
Þá geta allir farið heim.
Ljóð sem ég samdi fyrir frekar löngu síðan ;)