Ógn
Morgunn.
Ég sit með sígarettuna.
Blæs þykkum, drepandi reyknum
og horfi á hann liðast út í loftið.
Lítill dordingull
unir sæll við sitt á handriðinu.
Kem auga á hann
og blæs hugsunarlaust á hann.
Spennandi.
Hann stirðnar í eiturgufunum
í dauðateygjunum forðar hann sér
bak við handriðsbrúnina.
Ég glotti
og verð ekki vör við
risavaxna mannhæðarháa
köngulónna sem stendur yfir mér.  
Eyrún
1982 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Ógn
Hallæri (Ég elska þig þegar ég þarf á þér að halda)
Morgunsár
Leyndardómur hamingjunnar
Fyrsta staka
Önnur staka
Þekki ég þig?
Við
Um sögur/sagnaleysi
Þú
Sprengja (11.sept.´01)
Modernir tímar
Konan í strætóskýlinu
Sigling
Með augun lokuð
Tálar málaðar
Dáin