Morgunsár
-Landið var fagurt og frítt-

Ég horfi á fyrstu geislana
kyssa sofandi landið
og finn það vakna í mér.
Náttúran sem hristir af sér slenið
fuglarnir sem skipta um nótnastatív
við sterkari geisla
bæinn sem sefur enn
því vísarnir á klukkunni segja að
það sé nótt
og gamlingjanna sem vakna fyrstir allra.

Landið er sannarlega fagurt og frítt  
Eyrún
1982 - ...


Ljóð eftir Eyrúnu

Ógn
Hallæri (Ég elska þig þegar ég þarf á þér að halda)
Morgunsár
Leyndardómur hamingjunnar
Fyrsta staka
Önnur staka
Þekki ég þig?
Við
Um sögur/sagnaleysi
Þú
Sprengja (11.sept.´01)
Modernir tímar
Konan í strætóskýlinu
Sigling
Með augun lokuð
Tálar málaðar
Dáin