

Þegar ég lykta
af mjólkurkexi
dettur mér dauðinn
í hug
Þegar ég heyri
stef Dánarfregna og jarðarfara
dettur mér mjólkurkex
í hug
Blómaskreyttur plastdúkur
á borði
Vofukennd rödd
úr gluggakistunni
þylur nöfn
látins fólks
Úti er grátt
„ ... börn, barnabörn, barnabarnabörn ... “
af mjólkurkexi
dettur mér dauðinn
í hug
Þegar ég heyri
stef Dánarfregna og jarðarfara
dettur mér mjólkurkex
í hug
Blómaskreyttur plastdúkur
á borði
Vofukennd rödd
úr gluggakistunni
þylur nöfn
látins fólks
Úti er grátt
„ ... börn, barnabörn, barnabarnabörn ... “
Gárungagap (Nykur, 2007). Allur réttur áskilinn höfundi.