Almúgi / Valmúgi
Út um rúður
í kirkjuturni má sjá
almúgann skipta litum.

Sjá! Þarna fer bakarasonurinn
frá hvítri ull lambsins
og inn í blóðpoll
fyrir neðan Rómverjann.

Sjá! Þarna fer taugaveiklaði
og hóstandi rithöfundurinn
sem skrifar furðulegar sögur
í gegnum höfuð Gabríels og
endar við sverðsoddinn.

Almúginn skiptir litum.

---

Valmúginn
til þess að sjá hann
verðum við að stökkva
ná haldi á reipi
kirkjuklukkunnar.

Hærra
upp á topp.

Efst uppi, úti fyrir
sjáum við inn í efstu hæðirnar
þær eru allar einlitar
og reykmettaðar.

Valmúginn
klæddur í refaskinn
með vúdú-dúkkur
milli handa.

Á meðan
skiptir almúginn litum.  
Emil Hjörvar Petersen
1984 - ...
Óútgefið efni, en verður væntanlega í næstu ljóðabók. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Emil Hjörvar Petersen

Vonandi
Minningarfasti I
Gárungagap
Tilveran
Borg
Almúgi / Valmúgi
Huli jing
Þorpið þagnar