Minningarfasti I
Þegar ég lykta
af mjólkurkexi
dettur mér dauðinn
í hug

Þegar ég heyri
stef Dánarfregna og jarðarfara
dettur mér mjólkurkex
í hug

Blómaskreyttur plastdúkur
á borði

Vofukennd rödd
úr gluggakistunni
þylur nöfn
látins fólks

Úti er grátt

„ ... börn, barnabörn, barnabarnabörn ... “  
Emil Hjörvar Petersen
1984 - ...
Gárungagap (Nykur, 2007). Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Emil Hjörvar Petersen

Vonandi
Minningarfasti I
Gárungagap
Tilveran
Borg
Almúgi / Valmúgi
Huli jing
Þorpið þagnar