Þorpið þagnar
Sandkorn hrynja
úr eyrunum
þegar ég staldra við
óhljóðin

við sólarflötinn
hálfan
líða yfir auðnina
tvífættar verur
grænar, brúnar,
andstuttar.

Ein þeirra skelfur

Þorpið öskrar

Á móti mér hvítar verur
á hlaupum inn í hálfrökkrið
ein þeirra, lítil, brosir til mín –
skelfing úr andlitum þeirra stóru.

Þorpið þagnar

Bergmálandi þögn

Sandkornum fjölgar
í auðninni.  
Emil Hjörvar Petersen
1984 - ...
Óútgefið efni, en verður væntanlega í næstu ljóðabók. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Emil Hjörvar Petersen

Vonandi
Minningarfasti I
Gárungagap
Tilveran
Borg
Almúgi / Valmúgi
Huli jing
Þorpið þagnar