Tilveran
Rómantíkerinn mælti:

„Tilveran
er fótspor
í mosa
sem mun hjaðna
innan tíðar.“

Nútímamaðurinn mælti:

„Tilveran
er að senda sms
til tjellingarinnar
meðan maður hjakkast
á ritaranum
og gerir um leið upp við sig
hvort maður vill
svín eða lamb
í hádeginu.“  
Emil Hjörvar Petersen
1984 - ...
Gárungagap (Nykur, 2007). Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Emil Hjörvar Petersen

Vonandi
Minningarfasti I
Gárungagap
Tilveran
Borg
Almúgi / Valmúgi
Huli jing
Þorpið þagnar