Þorpið þagnar
Sandkorn hrynja
úr eyrunum
þegar ég staldra við
óhljóðin
við sólarflötinn
hálfan
líða yfir auðnina
tvífættar verur
grænar, brúnar,
andstuttar.
Ein þeirra skelfur
Þorpið öskrar
Á móti mér hvítar verur
á hlaupum inn í hálfrökkrið
ein þeirra, lítil, brosir til mín –
skelfing úr andlitum þeirra stóru.
Þorpið þagnar
Bergmálandi þögn
Sandkornum fjölgar
í auðninni.
úr eyrunum
þegar ég staldra við
óhljóðin
við sólarflötinn
hálfan
líða yfir auðnina
tvífættar verur
grænar, brúnar,
andstuttar.
Ein þeirra skelfur
Þorpið öskrar
Á móti mér hvítar verur
á hlaupum inn í hálfrökkrið
ein þeirra, lítil, brosir til mín –
skelfing úr andlitum þeirra stóru.
Þorpið þagnar
Bergmálandi þögn
Sandkornum fjölgar
í auðninni.
Óútgefið efni, en verður væntanlega í næstu ljóðabók. Allur réttur áskilinn höfundi.