

Þekki ég þig?
Í alvörunni, undir orðunum,
undir húðinni, inni í beinunum
-þekki ég þig þar?
Þekki ég þig?
Utan hversdagsins, uppi í rúmi
í andardrættinum, á morgnana
-þekki ég þig þar?
Þekkirðu mig?
Innsta hugsun mín, þrár og draumar,
Skopskynið, gleðin, hégómagirndin
-þú þekkir mig...
Í alvörunni, undir orðunum,
undir húðinni, inni í beinunum
-þekki ég þig þar?
Þekki ég þig?
Utan hversdagsins, uppi í rúmi
í andardrættinum, á morgnana
-þekki ég þig þar?
Þekkirðu mig?
Innsta hugsun mín, þrár og draumar,
Skopskynið, gleðin, hégómagirndin
-þú þekkir mig...